UpplýsingarDagsetning/FundarboðSkráningarform
Lestur –

Matstæki Lesferils
Matstæki Lesferils veita góðar upplýsingar um stöðu nemenda í lestri en þær eru mikilvægar þegar skipuleggja á lestrarkennslu fjölbreytts nemendahóps. Á þessu námskeiði, sem er það fyrsta í röðinni af þremur, verður fjallað um matstæki Lesferils, samspil þeirra og hvernig fá má nokkuð ítarlega mynd af stöðu nemenda í lestri með notkun þeirra. Fjallað verður um nokkur lykilatriði við notkun á matinu og gerð grein fyrir verkefni sem skólar þurfa að vinna í aðdraganda lesfimimats í janúar.

Guðbjörg R. Þórisdóttir, læsisráðgjafi hjá Menntamálastofnun
24.nóvember 2020 kl. 14.45

Fundarboð verður sent út

Gert er ráð fyrir að allir kennarar, sem annast umsjón og/eða lestrarkennslu, sitji námskeiðið. Jafnframt er lögð áhersla á að skólastjóri hvers skóla sitji allar kynningar þar sem hann er faglegur leiðtogi og sá sem mótar skipulag og áherslur skólastarfs hverju sinni. Sjái skólastjóri sér ekki fært að mæta vegna aðkallandi verkefna er mikilvægt að annar stjórnandi mæti sem staðgengill hans.
Starfsumhverfi starfsfólks –

Leið að lærdómssamfélagi
Fjallað verður um hvernig þróunarverkefni leikskólanna fimm á svæðinu hefur eflt faglegt starf og samtal innan leikskólanna og milli þeirra. Einnig verður velt upp hvernig efla megi lærdómssamfélög. Erindi var flutt á Menntakviku 2020.


Halldóra Guðlaug umsjónarmaður þróunarverkefnisins „Snemmtæk íhlutun - mál og læsi“
Desember 2020

Nánari dagsetning auglýst þegar nær dregur.

Fundarboð verður sent út

Markhópur: Kennarar og starfsfólk leik- og grunnskóla