Breytingar á aðalnámskrá leikskóla

Breytingar á aðalnámskrá leikskóla Mennta- og barnamálaráðuneytið mun halda fundi hringinn í kringum landið til að kynna breytingar á aðalnámskrá leikskóla sem taka gildi 1. september næstkomandi. Breytingarnar skýra nánar hlutverk leiksins sem námsleið leikskólans og hvernig meta megi með reglubundnum hætti, og með virkri þátttöku barna, viðhorf, líðan og stöðu...

Auglýsing: staða leikskólaráðgjafa hjá Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellsýslu

Auglýsing um starf leikskólaráðgjafa hjá Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu Umsóknarfrestur er til og með 13. mars 2023. Nánari upplýsingar veitir Halldóra Guðlaug teymisstjóri skólaþjónustu í netfanginu halldora@skolamal.is eða í síma 487-8125. Umsóknir ásamt náms- og starfsferilsskrá berist til Svövu Davíðsdóttur framkvæmdarstjóra Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu á netfangið...

Dagur leikskólans 2023

6. febrúar 2023 er dagur leikskólans Til hamingju með daginn!Sjötti febrúar á sér langa og merkilega sögu því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.Markmiðið með Degi leikskólans er að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og um leið beina athygli samfélagsins að því faglega og...

Menningarlegur margbreytileiki er næsta efni á fræðsludagskrá

Menningarlegur margbreytileiki er næsta efni á fræðsludagskrá Næsta fræðsla verður mánudaginn 21. nóvember kl: 14:45. Þá ætlar Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir frá Mirru, að vera með okkur og fara yfir áskoranir og ávinning menningarlegs margbreytileika og vil ég hvetja til þátttöku á afar áhugaverðu efni.Hér má sjá lýsingu hennar:Menningarlegur margbreytileiki –...

Til hamingju með daginn

5. október ár hvert er alþjóðlegi kennaradagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim. Við óskum kennurum til hamingju með daginn. Kennarasambandið ætlaði að halda skólamálaþing með yfirskriftinni Fögnum fjölbreytileikanum í skólanum en vegna rafmagnsleysins þurfti að fresta þinginu. Erindin verða því tekin upp og sett á netið. Lesa má meira um...

Fræða, ekki hræða! – Fræðsluerindi

Fræða, ekki hræða! - Fræðsluerindi Samtal um samskipti, mörk og kynfræðslu í grunnskólum. Góð kynfræðsla í grunnskólum er nemendum og samfélaginu öllu nauðsynleg. Með aukinni og árangursríkari kynfræðslu getum við skapað öruggara og opnara samfélag, bæði innan skólans og utan hans. Ræddar verða mismunandi leiðir til þess að nálgast þessi...