Um starfsemi Skólaþjónustunnar gildir reglugerð um skólaþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum nr. 444/2019. Skólaþjónustan leggur áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir með starfsemi sinni. Það felur í sér að starfsfólk veiti nemendum, skólum og foreldrum (ó)formlega fræðslu, ráðgjöf og leiðsögn um það sem fellur undir hlutverk Skólaþjónustunnar. Stuðningur við skóla felst einnig í ráðgjöf, stuðningi og leiðsögn vegna starfshátta og starfsumhverfis og nýbreytni- og þróunarstarfa. Tilgangurinn er að styðja og efla aðila til sjálfbærni um lausnir á flestum viðfangsefnum og styrkja skóla sem faglegar stofnanir.

silhouette of child sitting behind tree during sunset

Þroski, líkamlegur, sálrænn eða félagslegur vandi, sem hefur áhrif á námsframvindu einstakra nemenda, getur þarfnast aðkomu Skólaþjónustunnar eingöngu. Hægt er að óska formlegrar greiningar á námsaðstæðum og nemendum. Í framhaldi leggur Skólaþjónustan til úrræði. Málum er fylgt eftir og metið hvort úrræði bera þann árangur sem stefnt er að. Stundum er þörf á þverfaglegu samstarfi stoðþjónusta, sbr. reglugerð.