Umdæmi Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu er hið víðfemasta á landinu. Það nær frá Þjórsá í vestri að Lómagnúpi í austri. Aðildarsveitarfélögin eru fimm (frá vestri til austurs): Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur.

Í hverju sveitarfélagi eru leikskóli og grunnskóli: Að Laugalandi í Holtum, á Hellu og Hvolsvelli, í Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri.

Fjórar fræðslunefndir eru starfræktar á svæðinu: Oddi bs. er fyrir skólastarf í Ásahreppi og Rangárþingi ytra og svo ein í hverju hinna sveitarfélaganna.

Sveitarfélög