Skólaþjónusta sveitarfélaga almennt er bundin í reglugerð um skólaþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum nr. 444/2019. Reglugerðin á stoð í 21. og 22. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008 og 40. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008, með síðari breytingum. 

Um þjónustu ráðgjafa og sérfræðinga hjá skólaþjónustum gilda einnig lög sem vernda starfsheiti þeirra. Aðrar ákvarðanir, fyrirmæli og reglur ríkis og sveitarfélaganna er varða skólaþjónustu gilda einnig um Skólaþjónustuna. Eftirfarandi listi er ekki tæmandi.

Upplýsingar um lög og reglugerðir

Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsingar má finna á vef alþingis eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

https://www.althingi.is/lagas/nuna/2018090.html