Skólaþjónusta sveitarfélaga almennt er bundin í reglugerð um skólaþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum nr. 444/2019. Reglugerðin á stoð í 21. og 22. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008 og 40. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008, með síðari breytingum. 

Um þjónustu ráðgjafa og sérfræðinga hjá skólaþjónustum gilda einnig lög sem vernda starfsheiti þeirra. Aðrar ákvarðanir, fyrirmæli og reglur ríkis og sveitarfélaganna er varða skólaþjónustu gilda einnig um Skólaþjónustuna. Eftirfarandi listi er ekki tæmandi.

Upplýsingar um lög og reglugerðir

Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsingar má finna á vef alþingis eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

https://www.althingi.is/lagas/nuna/2018090.html

Til þess að skólaþjónustan geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu og veitt viðeigandi þjónustu þarf hún að safna og vinna með persónuupplýsingar um mismunandi hópa einstaklinga. Þær persónuupplýsingar sem skólaþjónustan hefur undir höndum geta verið um leikskólanemendur, grunnskólanemendur, foreldra, forráðamenn, starfsfólk leikskóla og grunnskóla, og aðra þriðju aðila, svo sem viðsemjendur, sem nauðsynlegt er að eiga samskipti við.

Byggðasamlag um félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu hefur sett opinbera stefnu um persónuvernd, sbr. lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 og skipað persónuverndarfulltrúa. Í stefnunni kemur m.a. fram hvaða persónuupplýsingar er unnið með. Persónuverndarfulltrúi er Dattaca Labs ehf.

Reglugerð um skólaþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum er að finna í reglugerðasafni Dómsmálaráðuneytis eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/444-2019

 

Lög um leikskóla má finna á vef alþingis eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

https://www.althingi.is/lagas/nuna/2008090.html

Lög um grunnskóla má finna á vef alþingis eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

https://www.althingi.is/lagas/nuna/2008091.html

Reglugerð um nemendur með sérþarfir í grunnskóla er að finna í reglugerðasafni Dómsmálaráðuneytis eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

https://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/mennta–og-menningarmalaraduneyti/nr/16591

Stjórnsýslulög má finna á vef alþingis eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

https://www.althingi.is/lagas/nuna/1993037.html

Lög um náms- og starfsráðgjafa má finna á vef alþingis eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

https://www.althingi.is/lagas/nuna/2009035.html

Lög um heilbrigðisstarfsmenn má finna á vef alþingis eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

https://www.althingi.is/lagas/nuna/2012034.html