Um Skólaþjónustuna

Byggðasamlag er um félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellsýslu, sbr. 94. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Að byggðasamlaginu standa Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur. Stjórn byggðasamlagsins er skipuð fimm fulltrúum; einum frá hverju aðildarsveitarfélagi.

Félags- og Skólaþjónusta hafa verið sameinaðar í eina stofnun og er starfssvið hennar því bundið í lög, reglugerðir, samþykktir og aðrar stjórnvaldsákvarðanir ríkis og sveitarfélaganna sem mynda byggðasamlagið. Forstöðumaður ber ábyrgð á faglegri starfsemi og rekstri. Hann heldur starfsemi innan fjárhagsramma og forgangsraðar lögbundum verkefnum milli starfsfólks eftir hæfni þess.