Menntun og fræðsla getur farið fram í stað- og fjarnámi, með veflægri þátttöku og verið í formi námskeiða, fræðsluerinda, ráðstefna og málþinga. Hún getur einnig verði í formi áhorfs á fyrirlestra fagfólks og lesturs fag- og fræðibóka, vísinda- og fræðigreina og rannsóknarritgerða.

Starfsfólki leik- og grunnskóla og foreldrum býðst fræðsla frá starfsfólki hjá skólaþjónustunni. Reglulega er boðið upp á erindi, námskeið og málstofur frá utanaðkomandi aðilum, s.s. frumkvöðlum í skólamálum og af akademískum vettvangi. Fræðslan tekur mið af símenntunaráætlunum, eins og kostur er, og tilgangurinn er að efla þekkingu og auka starfshæfni.