Námskeiðsdagskrá til janúar 2023

Fræðsludagskrá fram í janúar má sjá hér að neðan. Hún er sett inn með fyrirvara um breytingar. Við hlökkum til að taka þátt í fræðslunni með ykkur í vetur.

UpplýsingarDagsetning og tímiStaðsetning
-Kennsluhættir-
Fræða ekki hræða
Samtal um samskipti, mörk og kynfræðslu í grunnskólum.

Góð kynfræðsla í grunnskólum er nemendum og samfélaginu öllu nauðsynleg. Með aukinni og árangursríkari kynfræðslu getum við skapað öruggara og opnara samfélag, bæði innan skólans og utan hans. Ræddar verða mismunandi leiðir til þess að nálgast þessi erfiðu og viðkæmu málefni.

Steinunn Björg Hlífarsdóttir og Bæring J. Guðmundsson, kennarar í Laugalandsskóla.

September 2022

miðvikudagur28. september. kl. 14.45-15.45.
Fræðsla fyrir grunnskólakennara á Teams,

Forskráning óþörf. Slóð verður send á skólastjóra til framsendingar,
-Áætluð fræðsla fellur niður-Október 2022
-Skólastarf-

Menningarlegur margbreytileiki – áskoranir og ávinningur

Menningarlegur margbreytileiki – fjölmenning – er ný vídd í íslensku samfélagi. Í fyrirlestrinum er fjallað um hvaða áhrif menningin hefur á hugmyndir, samskipti, hegðun og tilveru fólks. Spurt er hvaða áhrif innflytjendur hafa á íslenskt samfélag, skólasamfélagið, vinnustaðinn og heimahérað. Síðast en ekki síst eru vangaveltur um hvað sé sérstakt við íslenska samskiptahætti, framkomu, menningu. Markmiðið er að gera þátttakendur meðvitaða um þær áskoranir, sem fylgja menningarlegum margbreytileika.

Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir frá Mirru
Nóvember 2022

mánudagur 21. nóvember kl: 14:45.
Fjarfundur á TEAMS
Tengill sendur þegar nær dregur
-Starfsumhverfi-
Valdefling - öruggari samskipti

Góð samskipti hvort heldur á vinnustað eða í einkalífi skipta sköpum fyrir vellíðan okkar í daglega lífinu. Í fyrirlestrinum verður rýnt í hugtakið valdeflingu og tengsl þess við jákvæða sjálfsímynd og áhrif þessara þátta á öruggari samskipti. Fjallað verður um “verkfæri” sem ýta undir valdeflingu og sjálfstyrkingu s.s. þjálfun í ákveðni, að setja mörk, markmiðssetningu, jákvætt hugarfar o.fl., allt saman þættir sem skila sér jafnframt í betri samskiptum.

Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir frá Mirru
Janúar 2023

Nánari tímasetning kemur síðar


Fjarfundur á TEAMS
Tengill sendur þegar nær dregur