6. febrúar 2023 er dagur leikskólans

Til hamingju með daginn!

Sjötti febrúar á sér langa og merkilega sögu því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.

Markmiðið með Degi leikskólans er að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og um leið beina athygli samfélagsins að því faglega og metnaðarfulla starfi sem innt er af hendi í leikskólum landsins á degi hverjum.

 

Málþing í kennaradeild Háskólans á Akureyri

Haldið verður veglegt málþing í kennaradeild Háskólans á Akureyri á Degi leikskólans. Þar munu stíga á stokk Anna Elísa Hreiðarsdóttir, Kristín Dýrfjörð, Svava Björg Mörk, Rannveig Oddsdóttir, Íris Hrönn Kristinsdóttir og Alfa Dröfn Jóhannsdóttir. Málþingið ber yfirskriftina Allir sem vilja, þeir fá að vera með!

Hægt verður að fylgjast með málþinginu í streymi á Facebook, nánar tiltekið í hópnum Leikur og leikskólastarf.

Orðsporið hvatningaverðlaun leikskólans

Mánudaginn 6. febrúar verða afhent hvatningaverðlaun leikskólans, Orðsporið 2023 og tilkynnt um handhafa verðlaunanna á vef KÍ.

Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellsýslu hvetur leikskólafólk nær og fjær að halda daginn hátíðlegan.