Fræðsla um bætt samskipti á vinnustað
Fræðslan verður haldin í fjarfundi á Teams þann 18. janúar kl 14:45 – 15:45, tengill verður sendur í tölvupósti.
Á námskeiðinu er farið yfir hvað einkennir góð og slæm samskipti og fjallað um samskiptatækni, líkamstjáningu, virka hlustun, eiginleika góðra tengsla, áræðni og lausn ágreinings, meðal annars hvernig taka megi gagnrýni og ná sínu fram án þess að fótumtroða rétt annarra.
Fyrirlesari er Sóley Dröfn Davíðsdóttir forstöðusálfræðingur Kvíðameðferðastöðvarinnar.
Frekari upplýsingar um námskeiðsdagskrá skólaþjónustunnar má finna hér