Dagana 7. og 8. ágúst verður haldið námskeið í Skipulagðri kennslu (TEACCH).  Kennarar verða þroskaþjálfarnir Herdís Hersteinsdóttir og Særún Sigurjónsdóttir frá Ráðgjafa- og greiningastöð (RGR).

Meðfylgjandi er tengill á upplýsingar um Skipulagða kennslu (TEACCH) af heimasíðu RGR https://www.rgr.is/is/fraedsla-og-namskeid/thjalfunar-og-kennsluadferdir/skipulogd-kennsla

Námskeiðið verður haldið í Grunnskólanum Hellu klukkan 9:30-15:30 báða dagana.
verð á einstakling er 15.000 og hægt að sækja styrk í sitt stéttarfélag.

Námskeiðslýsing:
Námskeiðið er ætlað aðstandendum og starfsfólki sem starfar með börnum
Lýsing:
Námskeiðið er byggt á hugmyndafræði TEACCH. Á námskeiðinu er kynning á hugmyndafræðinni og aðferðum skipulagðrar kennslu. Fjallað er um hvernig aðferðir hugmyndafræðinnar stuðla að sjálfstæði og frumkvæði einhverfra einstaklinga. Nýttar eru leiðir sem ýta undir að umhverfi og aðstæður mæti þörfum einhverfra, stuðli að vellíðan og til að kenna nýja færni. Þó aðaláherslan sé að einhverfu þá getur hugmyndafræðin nýst til að mæta einstaklingum með aðrar greiningar og þarfir. Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, mynddæmum, umræðum og þjálfun þátttakenda. Unnið er í hópum þar sem þátttakendur æfa sig að nýta hugmyndafræðina og verkfæri hennar.
Markmið:
Að þátttakendur:
– öðlins þekkingu á hugmyndafræði TEACCH
– læri grunnatriði skipulagðrar kennslu og geti nýtt aðferðir hennar
– geti tekið þátt í uppbyggingu og notkun skipulagðrar kennslu í skólaumhverfi, á vinnustað eða heimili einhverfra sem og öllum athöfnum daglegs lífs.
DAGSKRÁ NÁMSKEIÐS (með fyrirvara um breytingar) sést á meðfylgjandi tengli
DAGSKRÁ NÁMSKEIÐS.pdf

Við höfum 30-35 pláss og fyrstir koma fyrstir fá 🙂 

Meðfylgjandi er annars vegar QR-kóði og hins vegar vefslóð til að skrá sig https://forms.office.com/e/wsx03ZazZs

 

Boðið verður upp á eins dags framhaldssnámskeið eftir áramótin (staður og stund kemur síðar)