Leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi haustið 2021

Leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi haustið 2021 Stjórnarráðið hefur gefið út leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi fyrir haustið 2021. Fram kemur að viðbragðsáætlanir vegna smita eru til staðar í öllum skólum og að rekstraraðilar skóla og skólastjórnendur geti gripið til frekari sóttvarnaráðstafana sem mæta aðstæðum á hverjum stað, s.s. frekari...

Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar Um leið og starfsfólk Skólaþjónustunnar óskar ykkur öllum gleðilegs sumars og þakkar gott samstarf í vetur minnum við á að stofnunin er lokuð í júlí líkt og undanfarin ár. Hlökkum til að hittast til skrafs og ráðagerða endurnærð að fríi loknu.Gleðilegt sumar!!

Skólaþjónustan auglýsir eftir sálfræðingi

Skólaþjónustan auglýsir eftir sálfræðingi Um þessar mundir auglýsir skólaþjónustan eftir sálfræðingi í 80-100% stöðu.  Hingað til hefur Sálstofan séð um greiningar og ráðgjöf til leik- og grunnskóla á þjónustusvæði skólaþjónustunar.  Hér neðar má finna tengli á auglýsingu hjá alfred.is. Auglýsing

Námskeið um velferðarkennslu

Námskeið um velferðarkennslu Þann 4. maí kl 14:45 verður Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir með námskeið um velferðarkennslu Menntun í velferð snýst um að þróa færni nemandans til að auka vellíðan og hamingju og þekkja áhrif hugsana á tilfinningar, líðan og hegðun. Með velferðarkennslu má efla þætti á borð við hugarfar, bjartsýni,...

Vinna við þróunarverkefnið Snemmtæk íhlutun – mál og læsi á lokametrunum

Vinna við þróunarverkefnið Snemmtæk íhlutun - mál og læsi á lokametrunum Haustið 2019 hófu leikskólarnir fimm á þjónustusvæði Skólaþjónustunnar að vinna við þróunarverkefnið Snemmtæk íhlutun - mál og læsi undir handleiðslu Ásthildar Bj. Snorradóttur talmeinafræðings. Skipað var í vinnuhópa innan hvers leikskóla og hafa þeir bæði hittst til að vinna...

Fræðsluerindi frá Sálstofunni um svefn leikskólabarna

Fræðsluerindi frá Sálstofunni um svefn leikskólabarna Fimmtudaginn 15. apríl kl 14:45 verður fjallað um Svefn leikskólabarna Í fræðsluerindinu verður áhersla lögð á að fara yfir hvað gerist hjá börnum í aðdraganda svefns og þegar þau sofa, mikilvægi daglúrsins og hvaða þættir geta haft áhrif á magn og gæði svefns. Farið verður...

Þriðji hluti námskeiðsraðar Menntamálastofnunar um Lesferil

Þriðji hluti námskeiðsraðar Menntamálastofnunar um Lesferil Nú er komið að námskeiði þrjú í námskeiðsröð um notkun Lesferils í samstarfi við MMS. Í þetta sinn verður haldið áfram að safna í verkfærakistuna og farið verður yfir Læsisvefinn. Námskeiðið er mánudaginn 22. mars kl: 14:45 á TEAMS og munu tengiliðir hvers skóla...

Námskeiðið ADHD – Hagnýt ráð

Námskeiðið ADHD - Hagnýt ráð Þriðjudaginn 9. mars næstkomandi kl 14:45-15:45 fjallar Hrund Þrándardóttir sálfræðingur um einkenni ADHD og hvaða leiðir virka best í vinnu með börnum með ADHD. Áhersla verður á hagnýt ráð fyrir starfsfólk í grunnskóla. Tengill verður sendur skólastjórnendum sem þeir áframsenda til starfsfólks. Sjáumst sem flest.

Annar hluti í námskeiðsröð MMS um Lesferil

Annar hluti í námskeiðsröð MMS um lesferil verður miðvikudaginn 24. febrúar Nú er komið að námskeiði tvö í námskeiðsröð um notkun Lesferils í samstarfi við MMS. Í þetta sinn verður farið yfir greiningu gagna, íhlutunarlíkanið og lestrarkennslu. Námskeiðið er þann 24. febrúar kl: 14:45 á TEAMS og munu tengiliðir hvers...