Þriðji hluti námskeiðsraðar Menntamálastofnunar um Lesferil

Nú er komið að námskeiði þrjú í námskeiðsröð um notkun Lesferils í samstarfi við MMS. Í þetta sinn verður haldið áfram að safna í verkfærakistuna og farið verður yfir Læsisvefinn. Námskeiðið er mánudaginn 22. mars kl: 14:45 á TEAMS og munu tengiliðir hvers skóla sjá um að áframsenda fundarboð. Námskeiðið verður tvískipt, annarsvegar yngsta stig (Guðbjörg) og svo mið- og elsta stig (Katrín Ósk). Bæði námskeiðin verða tekin upp og verður því í boði fyrir alla að sjá báða fyrirlestrana.