Fræðsluerindi frá Sálstofunni um svefn leikskólabarna

Fimmtudaginn 15. apríl kl 14:45 verður fjallað um Svefn leikskólabarna

Í fræðsluerindinu verður áhersla lögð á að fara yfir hvað gerist hjá börnum í aðdraganda svefns og þegar þau sofa, mikilvægi daglúrsins og hvaða þættir geta haft áhrif á magn og gæði svefns. 

Farið verður yfir mismunandi tegundir svefnerfiðleika og hvað foreldrar geta gert til að auka líkur á góðum og endurnærandi svefni hjá börnunum sínum, mögulega fyrirbyggt svefnerfiðleika og gripið inn í með áhrifaríkum hætti áður en vítahringur svefnerfiðleika skapast. Nefna má t.d. að svefnvandi og þreyta geta leitt til ADHD líkra einkenna eins og hreyfióróleika, einbeitingarvanda og eirðarleysis þó það sé ekki grunnvandi barnsins.

Elísa Guðnadóttir sálfræðingur, Sálstofunni.