Leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi haustið 2021

Stjórnarráðið hefur gefið út leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi fyrir haustið 2021. Fram kemur að viðbragðsáætlanir vegna smita eru til staðar í öllum skólum og að rekstraraðilar skóla og skólastjórnendur geti gripið til frekari sóttvarnaráðstafana sem mæta aðstæðum á hverjum stað, s.s. frekari hólfaskiptinga í starfsemi og aukinnar grímunotkunar, m.a. til að vernda viðkvæma hópa, draga úr smithættu og auðvelda rakningu, svo fremi sem það bitni ekki á þjónustu við nemendur. Áhersla skal vera á sem eðlilegast skólastarf eins og kostur er á öllum skólastigum

Samantekt áhrifa á skólastarf

Frétt af heimasíðu stjórnarráðs

Með hliðsjón af núgildandi reglugerð heilbrigðisráðherra nr.nr. 878/2021 um takmörkun á samkomum gildir til og með 27. ágúst nk. og tekur nú einnig til skólastarfs veitir mennta- og menningarmálaráðuneyti nánari leiðbeiningar til skóla um áhrif gildandi sóttvarnaráðstafana á mismunandi skólastigum.