Fræða, ekki hræða! - Fræðsluerindi

Fræða, ekki hræða! – Fræðsluerindi Samtal um samskipti, mörk og kynfræðslu í grunnskólum. Góð kynfræðsla í grunnskólum er nemendum og samfélaginu öllu nauðsynleg. Með aukinni og árangursríkari kynfræðslu getum við skapað öruggara og opnara samfélag, bæði innan skólans og utan hans. Ræddar verða mismunandi leiðir til þess að nálgast þessi erfiðu og viðkæmu málefni. Steinunn Björg Hlífarsdóttir og Bæring J. Guðmundsson, kennarar í Laugalandsskóla. Fræðsla fyrir grunnskólakennara á Teams, miðvikudaginn 28. september nk. kl. 14.45-15.45. Forskráning óþörf. Slóð verður send á skólastjóra til framsendingar.

Menntadagurinn 18. ágúst heppnaðist vel

Menntadagurinn 18. ágúst heppnaðist vel Menntadagurinn 18. ágúst heppnaðist vel. Yfir 100 manns mættu úr skólum á svæði skólaþjónustunnar. Markmið dagsins var að efla hæfni kennara og starfsfólks í leik- og grunnskólum til að taka á móti og kenna nemendum með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn. Fyrirlesarar komu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu og Miðju máls og læsis.  Við þökkum þátttakendum samveruna!

Sumarlokun

Sumarlokun 2022 Skólaþjónustan verður lokuð í júlí. Starfsemi hefst 2. ágúst.  Gleðilegt sumar!

Starfsdagur Félags kennsluráðgjafa 2022

Starfsdagur Félags kennsluráðgjafa 2022 Fulltrúar skólaþjónustunnar létu sig ekki vanta á starfsdag Félags kennsluráðgjafa sem  var haldinn á Selfossi 20. maí síðastliðinn. Erindi og faglegar umræður voru góðar og mikil stemning í hópnum.

Starfsauglýsing - Sálfræðingur

Sálfræðingur hjá Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu Laus er til umsóknar 100% staða sálfræðings frá 1. ágúst nk. eða eftir samkomulagi Á svæði skólaþjónustunnar eru tæplega 800 nemendur í fimm leikskólum og fimm grunnskólum. Hjáskólaþjónustunni er áhersla á virka starfsþróun starfsfólks og vellíðan í starfi. Starfssvið sálfræðings, m.a. Almenn ráðgjöf og leiðsögn um sértæk úrræði til starfsfólks skóla og foreldra. Athuganir, greiningar og ráðgjöf vegna einstakra nemenda. Skipulögð fræðsla til starfsfólks skóla og foreldra.Þverfaglegt samstarf við samstarfsfólk og aðrar stoðþjónustur. Menntunar- og hæfniskröfur Réttindi til að starfa sem sálfræðingur á Íslandi. Stundvísi, sjálfstæði og öguð vinnubrögð. Samskipta- og skipulagshæfni. Góð færni…

Í dag 21. febrúar er alþjóðlegur dagur móðurmálsins

Alþjóðlegur dagur móðurmálsins 21. febrúar Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO lýsti því yfir árið 1999 að 21. febrúar ár hvert skyldi vera Alþjóðadagur móðurmálsins. Þetta var gert í minningu námsmanna sem skipulögðu mótmæli árið 1952 til að krefjast þess að bengali yrði viðurkennt tungumál í Austur-Pakistan, þar sem núna er Bangladesh en voru skotnir til bana af lögreglumönnum. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti árið 2009 að styðja við vernd allra tungumála sem töluð eru og að fjöltyngi og fjölmenning skyldu vera leið til að ná og efla samheldni og sameiginlegan skilning á alþjóðlegum vettvangi.   Mörg börn og ungmenni á Íslandi heyra og nota…

Til hamingju með dag leikskólans

Skólafólk, til hamingju með dag leikskólans Dagur leikskólans á þjónustusvæði Skólaþjónustunnar Hver leikskóli fór sína leið til að halda daginn hátíðlegan. Leikskólinn Örk á Hvolsvelli gaf út myndband https://www.youtube.com/watch?v=IyLNjJecp8w Leikskólinn Heklukot á Hellu er með myndlistasýningu í Miðjunni með yfirskriftinni „Leikskólinn minn“. Í vikunni verða Heilsuleikskólinn Kæribær á Klaustri og Mánaland í Vík með myndlistasýningu í leikskólanum og er sjón sögu ríkari. Leikskólinn Laugalandi ætlaði að hafa afa og ömmu kaffi síðast liðinn föstudag en því var frestað vegna aðstæðna í leikskólanum.   Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur 6. febrúar og hefur svo verið gert síðustu fjórtán árin. Sjötti febrúar á…

Fræðsla um bætt samskipti á vinnustað - fjarfundur

Fræðsla um bætt samskipti á vinnustað Fræðslan verður haldin í fjarfundi á Teams þann 18. janúar kl 14:45 – 15:45, tengill verður sendur í tölvupósti. Á námskeiðinu er farið yfir hvað einkennir góð og slæm samskipti og fjallað um samskiptatækni, líkamstjáningu, virka hlustun, eiginleika góðra tengsla, áræðni og lausn ágreinings, meðal annars hvernig taka megi gagnrýni og ná sínu fram án þess að fótumtroða rétt annarra.  Fyrirlesari er Sóley Dröfn Davíðsdóttir forstöðusálfræðingur Kvíðameðferðastöðvarinnar. Frekari upplýsingar um námskeiðsdagskrá skólaþjónustunnar má finna hér

Fræðsla um kvíða barna á aldrinum 6-10 ára verður í mars

Fræðsla um kvíða barna á aldrinum 6-10 ára verður í mars Kvíði barna á aldrinum 6-10 ára, foreldrafræðsla   Skólaþjónustan býður foreldrum og aðstandendum barna á aldrinum 6-10 ára markvissa fræðslu um kvíða barna á þessum aldri. Þetta er námskeiðsröð þar sem mæting er öll þriðjudagskvöld í mars kl. 19.30-21.30, í gegnum fjarfundabúnað. Lágmarksþátttaka er 20 heimili. Skólaþjónustan niðurgreiðir námskeiðið svo kostnaður pr. heimili er 8.000,-. Frestur til að skrá sig er 22. febrúar á skolamal@skolamal.is.