Menntadagur á Heimalandi 14. ágúst 2023

Menntadagurinn 14. ágúst heppnaðist vel Menntadagurinn 14. ágúst heppnaðist vel. Í ár var hann haldinn á Heimalandi undir Eyjafjöllum í blíðviðri. Um 100 manns mættu úr skólum á svæði skólaþjónustunnar. Áhersla þessa árs var á fjölbreytta nálgun í kennslu og valdeflingu nemenda og kennara. Einnig var fjallað um taugafjölbreytileika og vellíðan allra í skólum. Við þökkum þátttakendum samveruna!

Breytingar á aðalnámskrá leikskóla

Breytingar á aðalnámskrá leikskóla Mennta- og barnamálaráðuneytið mun halda fundi hringinn í kringum landið til að kynna breytingar á aðalnámskrá leikskóla sem taka gildi 1. september næstkomandi.  Breytingarnar skýra nánar hlutverk leiksins sem námsleið leikskólans og hvernig meta megi með reglubundnum hætti, og með virkri þátttöku barna, viðhorf, líðan og stöðu þeirra. Breytingarnar taka gildi 1. september næstkomandi Um er að ræða breytingar þar sem aukin áhersla er lögð á mikilvægi þess að mæta beri hverju og einu barni út frá menningarbakgrunni þeirra og að námsumhverfi skóla henti öllum börnum sem þar stunda leik og nám. Þá er áréttuð nauðsyn…

Auglýsing: Félags- og Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu óskar eftir að ráða kennsluráðgjafa í 100% starf á grunnskólastigi.

Félags- og Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu óskar eftir að ráða kennsluráðgjafa í 100% starf á grunnskólastigi. Starfsfólk félags- og skólaþjónustu starfar í þverfaglegu og sveigjanlegu starfsumhverfi þar sem lögð er áhersla á samvinnu, snemmtæka íhlutun og farsæld í þágu barna og fjölskyldna þeirra. Í sveitarfélögunum eru fimm grunnskólar. Íbúar eru tæplega sex þúsund. Þau fimm sveitarfélög sem mynda byggðasamlag um félags- og skólaþjónustu eru: Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur. Helstu verkefni og ábyrgð: Fræðsla og ráðgjöf til foreldra og starfsfólks skóla vegna einstaklinga og/eða hópa með fjölbreyttar þarfir. Stuðningur og leiðsögn vegna fjölbreyttra og árangursríkra kennsluhátta…

Auglýsing: Náms- og Starfsráðgjafi hjá Félags- og Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu.

Náms- og Starfsráðgjafi Félags- og Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu Félags- og Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu auglýsir eftir Náms- og starfsráðgjafa í fullt starf. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir góðri þekkingu á skólamálum. Leitað er að einstaklingi með mikinn metnað og sem leggur áherslu á vellíðan og árangur nemenda í samstarfi við aðra starfsmenn og stjórnendur skólana. Í sveitarfélögunum eru fimm grunnskólar. Íbúar eru tæplega sex þúsund. Þau fimm sveitarfélög sem mynda byggðasamlag um félags- og skólaþjónustu eru: Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur. Starfssvið náms- og starfsráðgjafa er m.a. Náms- og starfsfræðsla í…

Símakerfið liggur niðri.

Vegna biluna í ljósleiðara liggur símkerfið á skrifstofunni niðri, unnið er að lagfæringu og ekki er ljóst hvenær þeim lýkur. Við minnum á að hægt er að senda email á okkur eða á ritari@skolamal.is og við svörum þegar samband næst á ný.      

Auglýsing: staða ritara hjá Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellsýslu

Félags- og Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu auglýsir eftir ritara í 70% starf. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir góðri tölvukunáttu og góðum samskiptahæfileikum. Þau fimm sveitarfélög sem mynda byggðasamlag um Félags- og Skólaþjónustu eru: Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur. Íbúar eru tæplega sex þúsund. Helstu verkefni og ábyrgð: Almenn skrifstofustörf Símsvörun Hafa umsjón með gagnasafni, flokkun, skráningu og merkingu gagna Umsjón með heimasíðum Félags- og Skólaþjónustu Ganga frá skýrslum sérfræðinga og öðrum í skjalaskáp Taka á móti tilvísunum og fylgigögnum til sérfræðinga, skanna þau inn og skrá í skjalakerfi ONE Umsjón með skráningum á…

Auglýsing: staða leikskólaráðgjafa hjá Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellsýslu

Auglýsing um starf leikskólaráðgjafa hjá Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu Umsóknarfrestur er til og með 13. mars 2023. Nánari upplýsingar veitir Halldóra Guðlaug teymisstjóri skólaþjónustu í netfanginu halldora@skolamal.is eða í síma 487-8125. Umsóknir ásamt náms- og starfsferilsskrá berist til Svövu Davíðsdóttur framkvæmdarstjóra Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu á netfangið svava@felagsmal.is.

Dagur leikskólans 2023

6. febrúar 2023 er dagur leikskólans Til hamingju með daginn! Sjötti febrúar á sér langa og merkilega sögu því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Markmiðið með Degi leikskólans er að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og um leið beina athygli samfélagsins að því faglega og metnaðarfulla starfi sem innt er af hendi í leikskólum landsins á degi hverjum.   Málþing í kennaradeild Háskólans á Akureyri Haldið verður veglegt málþing í kennaradeild Háskólans á Akureyri á Degi leikskólans. Þar munu stíga á stokk Anna Elísa Hreiðarsdóttir, Kristín Dýrfjörð, Svava Björg Mörk, Rannveig Oddsdóttir, Íris…