Auglýsing: staða ritara hjá Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellsýslu
Félags- og Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu auglýsir eftir ritara í 70% starf. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir góðri tölvukunáttu og góðum samskiptahæfileikum. Þau fimm sveitarfélög sem mynda byggðasamlag um Félags- og Skólaþjónustu eru: Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur. Íbúar eru tæplega sex þúsund. Helstu verkefni og ábyrgð: Almenn skrifstofustörf Símsvörun Hafa umsjón með gagnasafni, flokkun, skráningu og merkingu gagna Umsjón með heimasíðum Félags- og Skólaþjónustu Ganga frá skýrslum sérfræðinga og öðrum í skjalaskáp Taka á móti tilvísunum og fylgigögnum til sérfræðinga, skanna þau inn og skrá í skjalakerfi ONE Umsjón með skráningum á…
Auglýsing: staða leikskólaráðgjafa hjá Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellsýslu
Auglýsing um starf leikskólaráðgjafa hjá Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu Umsóknarfrestur er til og með 13. mars 2023. Nánari upplýsingar veitir Halldóra Guðlaug teymisstjóri skólaþjónustu í netfanginu halldora@skolamal.is eða í síma 487-8125. Umsóknir ásamt náms- og starfsferilsskrá berist til Svövu Davíðsdóttur framkvæmdarstjóra Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu á netfangið svava@felagsmal.is.
Dagur leikskólans 2023
6. febrúar 2023 er dagur leikskólans Til hamingju með daginn! Sjötti febrúar á sér langa og merkilega sögu því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Markmiðið með Degi leikskólans er að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og um leið beina athygli samfélagsins að því faglega og metnaðarfulla starfi sem innt er af hendi í leikskólum landsins á degi hverjum. Málþing í kennaradeild Háskólans á Akureyri Haldið verður veglegt málþing í kennaradeild Háskólans á Akureyri á Degi leikskólans. Þar munu stíga á stokk Anna Elísa Hreiðarsdóttir, Kristín Dýrfjörð, Svava Björg Mörk, Rannveig Oddsdóttir, Íris…
Námskeiðsdagskrá veturinn 2022-2023
Námskeiðsdagskrá veturinn 2022 til 2023 Fræðsludagskrá vetrarins hefur litið dagsins ljós. Hún er sett inn með fyrirvara um breytingar. Við hlökkum til að taka þátt í fræðslunni með ykkur í vetur.
Menningarlegur margbreytileiki er næsta efni á fræðsludagskrá
Menningarlegur margbreytileiki er næsta efni á fræðsludagskrá Næsta fræðsla verður mánudaginn 21. nóvember kl: 14:45. Þá ætlar Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir frá Mirru, að vera með okkur og fara yfir áskoranir og ávinning menningarlegs margbreytileika og vil ég hvetja til þátttöku á afar áhugaverðu efni. Hér má sjá lýsingu hennar: Menningarlegur margbreytileiki – áskoranir og ávinningur Menningarlegur margbreytileiki – fjölmenning – er ný vídd í íslensku samfélagi. Í fyrirlestrinum er fjallað um hvaða áhrif menningin hefur á hugmyndir, samskipti, hegðun og tilveru fólks. Spurt er hvaða áhrif innflytjendur hafa á íslenskt samfélag, skólasamfélagið, vinnustaðinn og heimahérað. Síðast en ekki síst eru vangaveltur…
Starfsauglýsing - Framkvæmdastjóri FSRV
Auglýsing um starf framkvæmdastjóra Félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu
Til hamingju með daginn
5. október ár hvert er alþjóðlegi kennaradagurinn haldinn hátíðlegur um allan heim. Við óskum kennurum til hamingju með daginn. Kennarasambandið ætlaði að halda skólamálaþing með yfirskriftinni Fögnum fjölbreytileikanum í skólanum en vegna rafmagnsleysins þurfti að fresta þinginu. Erindin verða því tekin upp og sett á netið. Lesa má meira um það hér
Fræða, ekki hræða! - Fræðsluerindi
Fræða, ekki hræða! – Fræðsluerindi Samtal um samskipti, mörk og kynfræðslu í grunnskólum. Góð kynfræðsla í grunnskólum er nemendum og samfélaginu öllu nauðsynleg. Með aukinni og árangursríkari kynfræðslu getum við skapað öruggara og opnara samfélag, bæði innan skólans og utan hans. Ræddar verða mismunandi leiðir til þess að nálgast þessi erfiðu og viðkæmu málefni. Steinunn Björg Hlífarsdóttir og Bæring J. Guðmundsson, kennarar í Laugalandsskóla. Fræðsla fyrir grunnskólakennara á Teams, miðvikudaginn 28. september nk. kl. 14.45-15.45. Forskráning óþörf. Slóð verður send á skólastjóra til framsendingar.