Í dag 21. febrúar er alþjóðlegur dagur móðurmálsins

Alþjóðlegur dagur móðurmálsins 21. febrúar Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO lýsti því yfir árið 1999 að 21. febrúar ár hvert skyldi vera Alþjóðadagur móðurmálsins. Þetta var gert í minningu námsmanna sem skipulögðu mótmæli árið 1952 til að krefjast þess að bengali yrði viðurkennt tungumál í Austur-Pakistan, þar sem núna er Bangladesh en voru skotnir til bana af lögreglumönnum. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti árið 2009 að styðja við vernd allra tungumála sem töluð eru og að fjöltyngi og fjölmenning skyldu vera leið til að ná og efla samheldni og sameiginlegan skilning á alþjóðlegum vettvangi.   Mörg börn og ungmenni á Íslandi heyra og nota…

Til hamingju með dag leikskólans

Skólafólk, til hamingju með dag leikskólans Dagur leikskólans á þjónustusvæði Skólaþjónustunnar Hver leikskóli fór sína leið til að halda daginn hátíðlegan. Leikskólinn Örk á Hvolsvelli gaf út myndband https://www.youtube.com/watch?v=IyLNjJecp8w Leikskólinn Heklukot á Hellu er með myndlistasýningu í Miðjunni með yfirskriftinni „Leikskólinn minn“. Í vikunni verða Heilsuleikskólinn Kæribær á Klaustri og Mánaland í Vík með myndlistasýningu í leikskólanum og er sjón sögu ríkari. Leikskólinn Laugalandi ætlaði að hafa afa og ömmu kaffi síðast liðinn föstudag en því var frestað vegna aðstæðna í leikskólanum.   Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur 6. febrúar og hefur svo verið gert síðustu fjórtán árin. Sjötti febrúar á…

Fræðsla um bætt samskipti á vinnustað - fjarfundur

Fræðsla um bætt samskipti á vinnustað Fræðslan verður haldin í fjarfundi á Teams þann 18. janúar kl 14:45 – 15:45, tengill verður sendur í tölvupósti. Á námskeiðinu er farið yfir hvað einkennir góð og slæm samskipti og fjallað um samskiptatækni, líkamstjáningu, virka hlustun, eiginleika góðra tengsla, áræðni og lausn ágreinings, meðal annars hvernig taka megi gagnrýni og ná sínu fram án þess að fótumtroða rétt annarra.  Fyrirlesari er Sóley Dröfn Davíðsdóttir forstöðusálfræðingur Kvíðameðferðastöðvarinnar. Frekari upplýsingar um námskeiðsdagskrá skólaþjónustunnar má finna hér

Fræðsla um kvíða barna á aldrinum 6-10 ára verður í mars

Fræðsla um kvíða barna á aldrinum 6-10 ára verður í mars Kvíði barna á aldrinum 6-10 ára, foreldrafræðsla   Skólaþjónustan býður foreldrum og aðstandendum barna á aldrinum 6-10 ára markvissa fræðslu um kvíða barna á þessum aldri. Þetta er námskeiðsröð þar sem mæting er öll þriðjudagskvöld í mars kl. 19.30-21.30, í gegnum fjarfundabúnað. Lágmarksþátttaka er 20 heimili. Skólaþjónustan niðurgreiðir námskeiðið svo kostnaður pr. heimili er 8.000,-. Frestur til að skrá sig er 22. febrúar á skolamal@skolamal.is.

Breytingar á fræðsludagskrá komnar á vefinn

Breytingar á fræðsludagskrá komnar á vefinn Örlitlar breytingar hafa orðið á fyrirkomulagi Stærðfræðilæsis í janúar, í stað þess að það sé eitt stórt námskeið á Heimalandi þann 25. janúar þá höfum við skipt hópnum upp í tvennt. Mánudaginn 24. janúar verður námskeið fyrir Grunnskólann á Laugalandi, Grunnskólann Hellu og Hvolsskóla haldið í Grunnskólanum Hellu frá kl: 13:00 – 16:00.  Þriðjudaginn 25. janúar verður námskeið fyrir Víkurskóla og Kirkjubæjarskóla í Kirkjubæjarskóla frá kl: 13:00 – 16:00. Frekari upplýsingar um námskeiðsdagskrá skólaþjónustunnar má finna hér

Uppskeruhátíð. Handbækur þróunarverkefnisins snemmtæk íhlutun - mál og læsi tilbúnar

Haldin var uppskeruhátíð þann 17. september vegna útgáfu handbóka um snemmtæka íhlutun í máli og læsi leikskólabarna Föstudaginn 17. september síðastliðinn buðu leikskólarnir Laugaland, Heklukot, Örk, Mánaland og Heilsuleikskólinn Kæribær til uppskeruhátíðar, í tengslum við þróunarverkefnið Snemmtæk íhlutun – mál og læsi, að Heimalandi undir Eyjafjöllum. Leikskólarnir buðu gestum upp á kræsingar og kynningar á vinnu við handbækur. Verkefnastjóri var Ásthildur Bj. Snorradóttir talmeinafræðingur, ásamt Halldóru Guðlaugu leikskólaráðgjafa Skólaþjónustunnar. Leikskólarnir ræddu hvernig unnið verður áfram að því að stofnanafesta verkefnið í leikskólunum fimm og höfðu gestir að orði að handbókarvinnan og þær hugmyndir um framhaldið sem kynntar voru, bæru með sér mikinn metnað…

Laust starf: Náms- og starfsráðgjafi hjá Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellsýslu

Náms- og starfsráðgjafi hjá Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu Laus er til umsóknar 100% staða náms- og starfsráðgjafa frá 1. janúar nk. eða eftir samkomulagi   Á svæði skólaþjónustunnar eru u.þ.b. 550 nemendur í fimm grunnskólum. Upplýsingar um skólana er að finna gegnum heimasíðu skólaþjónustunnar: www.vefur.skolamal.is   Starfssvið náms- og starfsráðgjafa, m.a. ·       Náms- og starfsfræðsla í elstu bekkjum grunnskóla. ·       Fræðsla í bekkjum um námstækni, skipulag og markmiðssetningu. ·       Fyrirlögn og úrvinnsla áhugasviðskannana. ·       Stuðningur og ráðgjöf um líðan og námsframvindu einstakra nemenda. ·       Ráðgjöf um markmið, námstækni og námsval til einstakra nemenda.   Menntunar- og hæfniskröfur ·       Réttindi til að…

Leikskólastjórar lögðu land undir fót

Leikskólastjórar lögðu land undir fót til Akureyrar Jákvæður agi Um mánaðarmótin september, október síðast liðin lögðu leikskólastjórar, leikskólana fimm sem Skólaþjónustan þjónustar, land undir fót til Akureyrar. Erindið var að skoða leikskóla sem starfar eftir áherlsum jákvæðs aga og jafnframt að sitja námskeið um efni.  Jónína Hauksdóttir leikskólastjóri Naustatjarnar tók vel á móti hópnum, sagði frá starfinu og sýndi húsakynni eins og hægt var vegna Covid-19 takmarkanna. Við tók svo tveggja daga réttindanámskeið fyrir kennara ungra barna. Leikskólaráðgjafi fékk að taka þátt enda mjög mikilvægt að ráðgjafi þekki þær stefnur sem leikskólarnir vinna eftir Jákvæður agi (Positive discipline) er uppeldisstefna…

Laust starf: Sálfræðingur hjá Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu

Laust starf sálfræðings hjá Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu