Önnur fræðsla vetrarins fer í loftið í dag  22. nóvember kl. 15-16.

Erindið heitir: Að byrja í framhaldsskóla með íslensku sem annað mál.

Fyrirlesari er Sigþrúður Harðardóttir íslenskukennari og verkefnastjóri með málefnum nemenda af erlendum uppruna í FSu.

Fjallað verður um það þegar nemendur af erlendum uppruna/með íslensku sem annað mál byrja í íslenskum framhaldsskóla. Hvernig eru þeir undirbúnir úr grunnskólunum, hvaða námsleiðir standa þeim til boða á nýju skólastigi og hvaða áskoranir mæta þeim helst í framhaldsskólanum? Einnig verður fjallað um fjölbreytileikann í nemendahópnum, en sumir nemendurnir hafa ekki verið í grunnskóla á Íslandi og eiga jafnvel afar litla skólagöngu að baki. Góður tími verður gefinn fyrir spurningar og umræður.

Fundurinn er haldinn á Microsoft Teams og skólastjórnendur hafa tengil á fundinn fyrir áhugasama.