- Forstöðumaður og kennsluráðgjafi
- thorunnjona@skolamal.is
Þórunn Jóna Hauksdóttir
Þórunn Jóna hefur lokið B.A. prófi í íslensku með sagnfræði sem aukagrein, diplómu til kennsluréttinda, leiðsagnakennslu ásamt meistaraprófi í opinberri stjórnsýslu með áherslu á stefnumótun og stjórnun menntastofnana (MPA). Þórunn Jóna hefur sótt starfstengd námskeið sem stjórnandi og kennari hérlendis og erlendis.
Hún hefur víðtæka kennslureynslu í fjölbreyttu starfsumhverfi í grunn- og framhaldsskólum og framhaldsfræðslu og er leiðsagnakennari. Hún hefur starfað á vettvangi sveitarstjórnar og í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Hún hefur sinnt margvíslegum stjórnunarstörfum, tekið þátt í áætlana- og fjárlagagerð, stýrt stefnumótun ráðherra m.a. um menntastefnu, stýrt og tekið þátt í endurskipulagningu skipulagsheilda og setið í starfshóp EES gagnvart ESB, um menntun, fyrir Íslands hönd.
Á starfstíma Þórunnar Jónu í Fjölbrautaskóla Suðurlands hlaut skólinn Menntaverðlaun Suðurlands fyrir verkefni sem hún stýrði ásamt samstarfskonu. Hún hefur flutt erindi og haldið starfstengda fyrirlestra og kynningar, m.a á Menntakviku og Akureyri. Eftir hana hafa birst greinar í fagtímaritum, s.s. Skímu, málgagni Samtaka móðurmálskennara og ritrýnd grein í Glæðum, fagtímariti Félags íslenskra sérkennara.