- Talmeinafræðingur
- sigridurtal@gmail.com
Sigríður Arndís Þórðardóttir
Sigríður Arndís er talmeinafræðingur hjá Talþjálfun Suðurlands. Hún hefur lokið B.Ed., er því kennari að mennt og með meistaragráðu í talmeinafræði. Hún starfar samkvæmt rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands um talmeinaþjónustu.
Hún hefur kennslureynslu í grunnskóla, í grunnáminu lagði hún áherslu á kennslu yngri barna og lestrarkennslu. Hún hefur sinnt talþjálfun barna og fullorðinna. Sigríður veitir ráðgjöf vegna einstakra nemenda og nemendahópa í leik- og grunnskólum og hefur réttindi til að meta, greina og veita meðferð. Hún fræðir, heldur námskeið og gefur hagnýt ráð til foreldra og skóla.