Anna María Valdimarsdóttir, Hrund Þrándardóttir og Linda Björk Oddsdóttir

Anna María, Hrund og Linda eru klínískir sálfræðingar hjá Sálstofunni. Alla jafna þjónusta þær svæði Skólaþjónustunnar en eftir atvikum aðrir sálfræðingar Sálstofunnar. Verkum er skipt eftir sérhæfingu hvers sálfræðings.

Þær hafa lokið B.A. og kandídatsprófi í sálfræði og sótt margs konar hagnýta starfstengda framhaldsmenntun og námskeið. Þær starfa allar samkvæmt rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands um sálfræðiþjónustu við börn með geðraskanir.

Sálfræðingarnir hafa víðtæka reynslu af störfum tengdum geðheilbrigðismálum almennt og með aðilum í staðbundnum skólasamfélögum. Þær flytja starfstengda fyrirlestra, halda námskeið í fyrirtækjum, stofnunum og á faglegum vettvangi.