- Faglegur ráðgjafi
- skolamal@skolamal.is
Kristín Björk Jóhannsdóttir
Kristín Björk er þroskaþjálfi, kennari með framhaldsskólaréttindi í sérkennslu, hefur lokið viðbótar diplómu í fötlunarfræðum með áherslu á opinbera stjórnsýslu ásamt meistaraprófi í starfstengdri leiðsögn og kennsluráðgjöf. Hún er annar tveggja verkefnastjóra þverfaglegs landshlutateymis Greiningarstöðvar ríkisins og félags- og skólaþjónustu í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, Árborg og Árnesþingi um heildstæða þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra.
Hún hefur víðtæka starfsreynslu hjá Setrinu, m.a. sem deildarstjóri. Hún hefur stýrt þróunarvinnu við að breyta aðalnámskrá yfir í aðlagaða skólanámskrá og mótað verklag við gerð einstaklingsnámskrár og námsmats. Hún hefur áralanga reynslu í að leiða þverfagleg þjónustuteymi þar sem þörf er á að samræma og samþætta þjónustu frá skóla-, félags- og heilbrigðisþjónustu. Á síðustu árum hefur hún mótað og þróað verklag og starfshætti slíkra teyma hvað varðar skilgreiningu á hlutverkum og ábyrgð, eftirfylgni með þjónustuúrræðum og mati á stöðu.
Kristín Björk hefur komið að hönnun og útgáfu námsefnis og flutt starfstengd fræðsluerindi víða um land um þróunarstarf tengt námsefni, nemendamiðuðu námi og teymisvinnu.