Hrafnhildur Bergmann Björnsdóttir

Hrafnhildur hefur lokið skyldunámi og sótt fjölda starfstengdra námskeiða s.s. í almennri skrifstofufærni, tölvuvinnslu, bókhaldi og innheimtu, samskiptum og sálrænum stuðningi. Hún starfar einnig sem ritari á skrifstofu Rangárþings eystra og vaktstjóri á bensínstöð.

Hún hefur víðtæka reynslu af ýmsum störfum á almennum vinnumarkaði og opinbera geiranum. Hún hefur m.a. unnið sem gjaldkeri, unnið í banka, bókasafni og sinnt aðhlynningu aldraðra. Hún hefur starfað sem sjálfboðaliði fyrir Rauða krossinn.