Bergrún Ísleifsdóttir

Bergrún Ísleifsdóttir veitir ráðgjöf í leikskólum. Hún hefur lokið námi við Københavns Pædagogseminarium sem Professionsbachelor. Hún er með leyfisbréf bæði sem kennari og þroskaþjálfi. Hún hefur sótt hagnýt starfstengd námskeið m.a. tengd sérkennslu, samskiptum ,markþjálfun, tónlist og hreyfingu.

Hún hefur víðtæka kennslureynslu í fjölbreyttu starfsumhverfi  leikskólans, verið leikskólakennari, deildarstjóri, leikskólasérkennari og sérgreinastjóri. Hún hefur haldið margskonar fyrirlestra í leikskólasamfélaginu. Hún var leiðtogi í samskiptateymi á leikskóla þar sem unnin var samskiptasáttmáli og leiddi innleiðingarstarf.

Hún hefur kennslureynslu í leik- og grunnskólum, verið sérkennslustjóri og staðgengill leikskólastjóra. Hún hefur sinnt kynningarstarfi og haldið starfstengda fyrirlestra. Á starfstíma hennar í Leikskólanum Heklukoti hlaut skólinn Menntaverðlaun Suðurlands.