Arnheiður Dögg Einarsdóttir

Arnheiður Dögg er náms- og starfsráðgjafi, hefur lokið B.Ed., er því kennari að mennt og með meistaragráðu í náms- og starfsráðgjöf. Hún hefur umsjón með náms- og starfsfræðslu og sinnir líka annarri ráðgjöf í grunnskólum.

Hún hefur víðtæka kennslureynslu í fjölbreyttu starfsumhverfi í leikskólum og yngsta og miðstigs í grunnskólum þar sem starfshættir eru ólíkir. Í grunnnámi lagði hún áherslu á fræði bak við lestrar- og stærðfræðinám og aðstoð við nemendur með námserfiðleika. Hún stundaði vettvangsnám á grunnskólastigi og í framhaldsfræðslu. Hún hefur starfað í félagsmálum og á vettvangi sveitarstjórnar þar sem hún kom að gerð skólastefnu.

 

Arnheiður er í ársleyfi frá 1. ágúst 2020