Sálfræðingur hjá Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu
Laus er til umsóknar 100% staða sálfræðings frá 1. ágúst nk. eða eftir samkomulagi

Á svæði skólaþjónustunnar eru tæplega 800 nemendur í fimm leikskólum og fimm grunnskólum. Hjá
skólaþjónustunni er áhersla á virka starfsþróun starfsfólks og vellíðan í starfi.


Starfssvið sálfræðings, m.a.

  • Almenn ráðgjöf og leiðsögn um sértæk úrræði til starfsfólks skóla og foreldra.
  • Athuganir, greiningar og ráðgjöf vegna einstakra nemenda.
  • Skipulögð fræðsla til starfsfólks skóla og foreldra.
    Þverfaglegt samstarf við samstarfsfólk og aðrar stoðþjónustur.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Réttindi til að starfa sem sálfræðingur á Íslandi.
  • Stundvísi, sjálfstæði og öguð vinnubrögð.
  • Samskipta- og skipulagshæfni.
  • Góð færni í íslensku máli, jafnt ræðu sem riti.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sálfræðingafélags Íslands og Sambands íslenskra
sveitarfélaga.

Áhugasamir eru hvattir til að skoða heimasíðu www.vefur.skolamal.is eða hafa sambandi við Þórunni
Jónu Hauksdóttur, forstöðumann (s. 488-4231).

Umsóknarfrestur er til og með 2. maí 2022.
Umsóknum skal fylgja ferilskrá um menntun og fyrri störf ásamt rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi
í starfið. Umsóknir eiga að berast forstöðumanni á netfangið thorunnjona@skolamal.is