Er framúrskarandi kennari, verkefni og/eða menntaumbætur í þínu sveitarfélagi? Því ekki að tilnefna þau til íslensku menntaverðlaunanna? Nú er hægt að senda inn tillögur.
Íslensku menntaverðlaunin 2023 verða afhent að Bessastöðum í nóvember næstkomandi og nú hefur verið opnað fyrir tilnefningar.
Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum.
Verðlaunin eru í fimm flokkum:
- Framúrskarandi skóla- eða menntaumbætur, ein verðlaun veitt til skóla eða annarrar menntastofnunar.
- Framúrskarandi kennari, ein verðlaun veitt til kennara.
- Framúrskarandi þróunarverkefni, ein verðlaun. Til greina koma verkefni sem tengjast skóla- og frístundastarfi, listnámi eða öðru starfi með börnum og ungmennum.
- Framúrskarandi iðn- og verkmenntun, ein verðlaun veitt kennara, námsefnishöfundi, skóla- og menntastofnun .
- Hvatningarverðlaun til einstaklings, hóps eða samtaka sem þykja hafa skarað fram úr.