Námskeiðsröð um Lesferilinn í samstarfi við Menntamálastofnun
Félags- og skólaþjónustan stendur fyrir námskeiðsröð á vorönn um heildstæða nálgun við notkun á Lesferli. Fjallað verður um matstækin og hvaða færni þau kanna, hvernig greina á niðurstöður og nota þær til að skipuleggja lestrarkennsluna. Unnin verða verkefni á milli námskeiða þar sem kennarar öðlast þjálfun við að greina niðurstöður og læra að beita aðferðum sem gagnast í almennri lestrarkennslu og fyrir nemendur sem þurfa á léttum stuðningi að halda.
Námskeiðin eru haldin í samvinnu við Menntamálastofnun. Nánari dagsetningar auglýstar síðar.