Námskeiðsröð um Lesferil hefst 12. janúar

Þann 12. janúar næstkomandi hefst námskeiðsröð um Lesferil í samstarfi við Menntamálastofnun. 

Guðbjörg R. Þórisdóttir, Katrín Ósk Þráinsdóttir og Auður Björgvinsdóttir hafa umsjón með námskeiðsröðinni. 

Þátttakendur munu hittast fjórum sinnum á vormánuðum og fá fræðslu um Lesferilinn og hvernig nýta megi hann til að efla lestrarkennslu innan skólanna. 

Sjá nánar í fræðsludagskrá vorannar Skólaþjónustunnar.