Námskeið um velferðarkennslu
Þann 4. maí kl 14:45 verður Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir með námskeið um velferðarkennslu
Menntun í velferð snýst um að þróa færni nemandans til að auka vellíðan og hamingju og þekkja áhrif hugsana á tilfinningar, líðan og hegðun. Með velferðarkennslu má efla þætti á borð við hugarfar, bjartsýni, þrautseigju, félagsfærni og tilfinningahæfni. Vöxtur og vellíðan nemandans eru í forgrunni. Með markvissri velferðarkennslu má efla skólastarf umtalsvert og styrkja bæði nemendur og kennara í leik og starfi.
Hólmfríður Samúelsdóttir er kennari með diplómagráðu í jákvæðri sálfræði
Þetta námskeið rekur endahnút á fræðsluáætlun Skólaþjónustunnar á þessu skólaári. Starfsfólk Skólaþjónustunnar er svo að byrja vinnu við skipulag fyrir næsta vetur. Allar hugmyndir um fræðslu eru vel þegnar og má senda þær á netfangið skolamal@skolamal.is