Menntadagurinn 18. ágúst heppnaðist vel
Menntadagurinn 18. ágúst heppnaðist vel. Yfir 100 manns mættu úr skólum á svæði skólaþjónustunnar. Markmið dagsins var að efla hæfni kennara og starfsfólks í leik- og grunnskólum til að taka á móti og kenna nemendum með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn. Fyrirlesarar komu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu og Miðju máls og læsis.
Við þökkum þátttakendum samveruna!