Menningarlegur margbreytileiki er næsta efni á fræðsludagskrá
Næsta fræðsla verður mánudaginn 21. nóvember kl: 14:45. Þá ætlar Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir frá Mirru, að vera með okkur og fara yfir áskoranir og ávinning menningarlegs margbreytileika og vil ég hvetja til þátttöku á afar áhugaverðu efni.
Hér má sjá lýsingu hennar:
Menningarlegur margbreytileiki – áskoranir og ávinningur
Menningarlegur margbreytileiki – fjölmenning – er ný vídd í íslensku samfélagi. Í fyrirlestrinum er fjallað um hvaða áhrif menningin hefur á hugmyndir, samskipti, hegðun og tilveru fólks. Spurt er hvaða áhrif innflytjendur hafa á íslenskt samfélag, skólasamfélagið, vinnustaðinn og heimahérað. Síðast en ekki síst eru vangaveltur um hvað sé sérstakt við íslenska samskiptahætti, framkomu, menningu. Markmiðið er að gera þátttakendur meðvitaða um þær áskoranir, sem fylgja menningarlegum margbreytileika.
Því miður fellur niður áætluð fræðsla þann 26. október næstkomandi.
Hér má finna heimasíðu Mirru