Leikskólastjórar lögðu land undir fót til Akureyrar

Jákvæður agi

Um mánaðarmótin september, október síðast liðin lögðu leikskólastjórar, leikskólana fimm sem Skólaþjónustan þjónustar, land undir fót til Akureyrar. Erindið var að skoða leikskóla sem starfar eftir áherlsum jákvæðs aga og jafnframt að sitja námskeið um efni. 

Jónína Hauksdóttir leikskólastjóri Naustatjarnar tók vel á móti hópnum, sagði frá starfinu og sýndi húsakynni eins og hægt var vegna Covid-19 takmarkanna. Við tók svo tveggja daga réttindanámskeið fyrir kennara ungra barna.

Leikskólaráðgjafi fékk að taka þátt enda mjög mikilvægt að ráðgjafi þekki þær stefnur sem leikskólarnir vinna eftir

Jákvæður agi (Positive discipline) er uppeldisstefna sem er þróaðist „sjálfsstjórnarkenningum“. Þá er horft á orsakir hegðunar og það gildismat sem býr að baki þegar leitast er við að ná fram leiðréttingu, frekar en að nýta leiðir atferlismótunar.

Jákvæður agi felur í sér að móta skólabrag sem einkennist af umhyggju og trausti milli allra sem tilheyra skólasamfélaginu sem byggist á: 

  • Góðvild og festu á sama tíma
  • Gagnkvæmri virðingu og reisn
  • Starfsfólk einblínir á lausnir í starfi með börnunum og:
  • Skapar venjur í daglegu starfi
  • Notar opnar spurningar frekar en fyrirmæli
  • Notar hvatningu frekar en hrós
  • Nota virka og ígrundandi hlustun
  • Síðast en ekki síst þá eru mistök til að læra af

Með þessum aðferðum er leitast við að nemendur tileinki sér ákveðin viðhorf og hæfni sem efla þá til framtíðar.