Náms- og starfsráðgjafi

hjá Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu

Laus er til umsóknar 100% staða náms- og starfsráðgjafa

frá 1. janúar nk. eða eftir samkomulagi

 

Á svæði skólaþjónustunnar eru u.þ.b. 550 nemendur í fimm grunnskólum. Upplýsingar um skólana er að finna gegnum heimasíðu skólaþjónustunnar: www.vefur.skolamal.is

 

Starfssvið náms- og starfsráðgjafa, m.a.

·       Náms- og starfsfræðsla í elstu bekkjum grunnskóla.

·       Fræðsla í bekkjum um námstækni, skipulag og markmiðssetningu.

·       Fyrirlögn og úrvinnsla áhugasviðskannana.

·       Stuðningur og ráðgjöf um líðan og námsframvindu einstakra nemenda.

·       Ráðgjöf um markmið, námstækni og námsval til einstakra nemenda.

 

Menntunar- og hæfniskröfur

·       Réttindi til að nota starfsheitið náms- og starfsráðgjafi á Íslandi.

·       Samskipta- og skipulagshæfni.

·       Stundvísi, sjálfstæði og öguð vinnubrögð.

·       Kennslureynsla í grunnskóla æskileg.

·       Góð færni í íslensku máli, jafnt ræðu sem riti.

 

Laun og starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Áhugasamir eru hvattir til að skoða heimasíðu sem er í smíðum www.vefur.skolamal.is eða hafa sambandi við Þórunni Jónu Hauksdóttur, forstöðumann (s. 488-4231).

Umsóknarfrestur er til og með 13. desember 2021.

Umsóknum skal fylgja ferilskrá um menntun og fyrri störf ásamt rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknir eiga að berast forstöðumanni á netfangið thorunnjona@skolamal.is.