Fræða, ekki hræða! - Fræðsluerindi

Samtal um samskipti, mörk og kynfræðslu í grunnskólum.

Góð kynfræðsla í grunnskólum er nemendum og samfélaginu öllu nauðsynleg. Með aukinni og árangursríkari kynfræðslu getum við skapað öruggara og opnara samfélag, bæði innan skólans og utan hans. Ræddar verða mismunandi leiðir til þess að nálgast þessi erfiðu og viðkæmu málefni.

Steinunn Björg Hlífarsdóttir og Bæring J. Guðmundsson, kennarar í Laugalandsskóla.

Fræðsla fyrir grunnskólakennara á Teams, miðvikudaginn 28. september nk. kl. 14.45-15.45. Forskráning óþörf. Slóð verður send á skólastjóra til framsendingar.