Vinna við þróunarverkefnið Snemmtæk íhlutun - mál og læsi á lokametrunum

Haustið 2019 hófu leikskólarnir fimm á þjónustusvæði Skólaþjónustunnar að vinna við þróunarverkefnið Snemmtæk íhlutun – mál og læsi undir handleiðslu Ásthildar Bj. Snorradóttur talmeinafræðings. Skipað var í vinnuhópa innan hvers leikskóla og hafa þeir bæði hittst til að vinna saman að verkefninu og líka unnið sjálfstætt. Lokaafurð verkefninsins er handbók um snemmtæka íhlutun í máli og læsi leikskólabarna, ein handbók fyrir hvern leikskóla. Þrátt fyrir Covid-19 hefur vinnan við handbækur gengið ágætlega og sér fyrir endan á þeim skrifum. 

Málþing Menntamálastofnunar

Síðast liðinn föstudag var Menntamálastofunun með málþing þar sem fjallað var um þetta verkefni sem Menntamálastofnun er að taka yfir frá Ásthildi. Halldóra G leikskólaráðgjafi hlýddi á málþingið fyrir hönd Skólaþjónustu en færri komust að en vildu. Málþingið var mjög fróðlegt meðal annars var Ásthildur með umfjöllun um snemmtæka íhlutun, hlutverk foreldra og leikskóla. Einnig voru fulltrúar frá Mosfellsbæ og Fjarðabyggð sem fjölluðu um innleiðingarferli í þeirra leikskólum. Frekari upplýsingar um málþingið má finna hér

Viljum við vekja sérstaka athygli verkfærakistu leikskólans og auðvitað á þeim handbókum sem eru nú þegar komnar inn á vef Menntamálastofnunar.

open book on brown wooden table