Um skólaþjónustuna

Um Skólaþjónustuna

Við skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu starfa 5 starfsmenn í 4,2 stöðugildum, stjórnandi/kennsluráðgjafi grunnskóla, sálfræðingur, kennsluráðgjafi leikskóla, náms- og starfsráðgjafi og ritari. Starfsmenn eru í húsnæði skólaþjónustunnar að Austurvegi 4 á Hvolsvelli, s. 4878107. Netfangið er skolamal@skolamal.is .Verksvið skólaþjónustunnar er í samræmi við lög um grunn- og leikskóla og reglugerð um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla auk samþykkta Byggðasamlags um félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu.

Sérfræðingar skólaþjónustunnar sinna greiningum á börnum í leik- og grunnskólum, m.a. almennu þroskamati, mati á hegðun og líðan, málþroskamati og námslegum greiningum s.s. lestrar- og stærðfræðigreiningum. Þeir veita ráðgjöf til foreldra, kennara og annars starfsfólks skóla, m.a. almenna kennsluráðgjöf, ráðgjöf vegna skipulags náms og kennslu einstakra nemenda og uppeldisráðgjöf. Þeir sinna auk þess eftirfylgd með nemendum í kjölfar greininga og sitja í teymum um börn með fatlanir,  námserfiðleika og aðrar sérþarfir. Að auki er veitt ráðgjöf til sveitarstjórna og fræðslunefnda um ýmislegt sem lýtur að skólamálum. Sérfræðiþjónustan kemur að endurmenntun og fræðslu fyrir starfsfólk skólanna, bæði í formi styttri fræðslufunda og einnig umfangsmeiri námskeiða.

Málum er vísað til skólaþjónustu á til þess gerðum tilvísanaeyðublöðum sem hægt er að sækja á heimasíðunniwww.felagsogskolamal.is undir skólamál – tilvísunareyðublöð. Til að skólar geti vísað málum einstakra barna til sérfræðinga skólaþjónustu þarf skriflegt samþykki foreldra/forráðamanna þeirra að liggja fyrir. Foreldrar geta einnig snúið sér beint til skólaþjónustunnar án milligöngu skóla.

Gerð einstaklingsnámskrár (febrúar 2014)Teymisvinna (febrúar 2014)Um tilvísanir til Skólaþjónustu