Um skólaþjónustuna

Um Skólaþjónustuna

Verksvið skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu er í samræmi við lög um grunnskóla nr. 91/2008, lög um leikskóla nr. 90/2008 og reglugerð um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum nr. 584/2010.

Þjónustan tekur annars vegar til stuðnings við nemendur í leik- og grunnskólum og foreldra þeirra og hins vegar stuðnings við starfsemi skóla og starfsfólk þeirra.

Eigendur skólaþjónustunnar eru Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Vestur-Skaftafellssýsla. Þeir standa saman að byggðasamlagi og situr fulltrúi frá hverjum eiganda í stjórn.