Laus störf

03.09.2019

Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu auglýsir laust starf sálfræðings í leik- og grunnskólum.

Staða sálfræðings hjá Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu er laus til umsóknar. Um er að ræða 100% stöðu.

Starfsstöðin er á Hvolsvelli þar sem sálfræðingur vinnur í þverfaglegu samstarfi með öðrum sérfræðingum, leikskólaráðgjafa, kennsluráðgjafa grunnskóla og náms- og starfsráðgjafa. Á svæðinu eru fimm leikskólar og fimm grunnskólar með tæplega 800 börnum.

Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf þann 1. desember nk. eða eftir samkomulagi.

Starfssvið sálfræðings

  • Ráðgjöf, stuðningur og fræðsla til foreldra barna og starfsfólks leik- og grunnskóla.
  • Þverfaglegt samstarf við aðra sérfræðinga innan og utan stofnunarinnar og seta í teymum um einstök börn innan skólanna.
  • Sálfræðilegar athuganir og greiningar á börnum, ráðgjöf í kjölfar greininga og eftirfylgd mála.
  • Þátttaka í fræðslufundum og námskeiðahaldi fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Sálfræðimenntun og réttindi til að starfa sem sálfræðingur.
  • Frumkvæði, ábyrgð og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Færni í mannlegum samskiptum og þverfaglegu samstarfi.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sálfræðingafélags Íslands og Sambands ísl. Sveitarfélaga

Umsóknarfrestur er til 7. október nk.

Umsóknir sendist í pósti á Skólaþjónusta Rang. og V-Skaft., Austurvegi 4, 860 Hvolsvelli, eða í tölvupósti á netfangið thorunnjona@skolamal.is. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá um menntun og fyrri störf. Frekari upplýsingar veitir Þórunn Jóna Hauksdóttir forstöðumaður Skólaþjónustu í netfanginu (thorunnjona@skolamal.is) eða í síma 487-8107.